Verslanir

Aukinn kraftur var lagður í verslunarrekstur Bláa Lónsins á árinu

Þær breytingar voru gerðar í lok árs að skilið var á milli vöruþróunar og verslunarreksturs. Markmiðið var að auka slagkraft í verslunarrekstri Bláa Lónsins. Vefverslunin er ein mikilvægasta dreifileiðin fyrir Blue Lagoon vörurnar ásamt verslunum sem staðsettar í Leifsstöð, á Laugavegi og í Bláa Lóninu.

Markaðsstarfið var fjölbreytt og kraftmikið á árinu, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem áhersla var lögð á umfjöllun á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og í gegnum áhrifavalda. Vörur voru einnig seldar víða um heim í gegnum vefverslunina.

Aukið úrval vara og vörulína

Nýjar vörur og vörulínur litu dagsins ljós á árinu. Sérstök Home lína var sett á markað, sem inniheldur baðsölt, kerti og fleira. Þá voru kynntar sérstakar ferðastærðir sem auðvelda ferðamönnum að taka vörurnar með sér í handfarangri.

Start typing and press Enter to search