Baðstaðir

Allt okkar starf hefur það markmið að hámarka upplifun gesta og skapa fyrir þá ógleymanlegar minningar

Yfir 1,3 milljón gesta heimsótti Bláa Lónið á árinu 2017, eða að meðaltali yfir 3.000 gestir á dag. Um er að ræða 17,6% aukningu frá fyrra ári. Það er mikið afrek að taka á móti slíkum fjölda gesta og á sama tíma tryggja einstaka og ánægjulega upplifun.

Í öllu sölu- og markaðsstarfi er mikil áhersla lögð á jafna dreifingu gesta. Markviss aðgangsstýring gegnir þar lykilhlutverki, þar sem saman fer áhersla á fyrirfram bókanir gesta og vöruþróun sem tekur mið af síbreytilegum kröfum og óskum þeirra.

0
Fjöldi baðgesta 2017

Áfram var fjárfest í aðstöðu og upplifun gesta

Ánægja gesta

Bláa Lónið stendur fyrir reglulegum mælingum á ánægju gesta, meðal annars með því að mæla svokallað NPS skor. Mælingarnar sýna að gestir Bláa Lónsins eru mjög ánægðir og líklegir til að mæla með því við vini og fjölskyldu. Meðalskorið á árinu 2017 hélst í hendur við fyrra ár, sem er afar jákvætt.

Markaðs- og sölumál

Bláa Lónið er mjög sýnilegt á helstu samfélagsmiðlum. Gestir vilja eiga myndir af sér á staðnum og deila þeim gjarnan með vinum og vandamönnum á samfélagsmiðlum. Í flestum tilvikum er því um að ræða efni sem kemur frá gestunum sjálfum. Í heildina náði dreifing á efni á samfélagsmiðlum til um 215 milljóna manna um allan heim.

Markaðs- og kynningarstarf var umfangsmikið á árinu, þar sem á fimmta hundrað blaðamenn heimsóttu Bláa Lónið. Unnið var markvisst að kynningu á nýju hóteli og upplifunarsvæði gagnvart erlendum fjölmiðlum. Sölustarf var einnig mjög öflugt þar sem Bláa Lónið sótti mikilvægar sölusýningar víða um heim, þar sem megináhersla var lögð á The Retreat.

Start typing and press Enter to search