Veitingar
Rekstur veitingasviðs var sá umfangsmesti frá upphafi
Rekstur veitingasviðs Bláa Lónsins árið 2017 var sá umfangs- og veltuhæsti frá upphafi. Litlar breytingar urðu á reglulegri starfsemi en rekstur Lava Restaurant og Blue Café í Bláa Lóninu gekk afar vel. Eins og áður var lögð höfuðáhersla á framúrskarandi gæði hráefnis og þjónustu.
Mikil áhersla hefur verið lögð á þjálfun starfsfólks veitingasviðs og sóttu starfsmenn þess áfram þjálfun á veitingastaðinn Texture í London, en staðurinn er með tvær Michelin stjörnur. Rétt eins og á síðasta ári náðu nemar á veitingasviði Bláa Lónsins góðum árangri í innlendum og erlendum keppnum.
Hjá Bláa Lóninu starfar mikill fjöldi fagfólks og nema og er það skýr vitnisburður um þá áherslu sem lögð er á gæði þjónustu og fagmennsku á öllum sviðum. Þannig stuðlar veitingasvið Bláa Lónsins að eflingu greinarinnar í heild. Á þriðja hundrað manns starfa hjá veitingasviði, þar af:
- 31 matreiðslunemi
- 19 framreiðslunemar
- 26 matreiðslusveinar og -meistarar
- 29 framreiðslusveinar og -meistarar
- 3 bakarar/konditor
Gríðarlegt umfang veitingaþjónustu
Það eru ekki allir sem átta sig á umfangi veitingaþjónustunnar í Bláa Lóninu. Lava Restaurant og Blue Café eru afar þéttsetnir staðir árið um kring, en samhliða mikilli fjölgun starfsmanna hefur rekstur á mötuneyti Bláa Lónsins vaxið til muna.

93 þúsund
langlokur smurðar

20 tonn
af lambalundum

4 tonn
af osti í sneiðum

200 tonn
af grænmeti og ávöxtum

12 tonn
af hveiti í brauð

52 tonn
af fisk frá Grindavík

25 tonn
af nautalundum

10 tonn
af smjöri