Mannauður

Hjá Bláa Lóninu starfar öflugur hópur starfsfólks sem á sér sameiginlegt markmið – að skapa ógleymanlegar minningar

Fáir vinnustaðir geta státað af jafn fjölbreyttri flóru starfa og Bláa Lónið. Yfir 600 manns störfuðu hjá félaginu í árslok 2017, frá 35 löndum. Starfsfólkið er helsta stolt fyrirtækisins og er í lykilhlutverki við að ná helsta markmiði Bláa Lónsins – að skapa ógleymanlegar minningar fyrir gesti.

0
Fjöldi starfsfólks
0
Þjóðerni starfsfólks
0
Meðalaldur starfsfólks

Fjöldi stöðugilda

Fjölmenning sem samkeppnisforskot

Hjá Bláa Lóninu starfar fólk sem kemur frá ólíkum heimshlutum, með mismunandi bakgrunn og reynslu. Saman myndar þettar fólk öfluga heild sem er afar vel í stakk búin að taka á móti ferðamönnum með ólíkar óskir og þarfir.

Ánægja, heilsa og öryggi

88%

Við erum ánægð í starfi

Bláa Lónið leggur mikla áherslu á fræðslu og þróun í starfi. Alls voru 118 námskeið fyrir starfsmenn haldin árið 2017, sem 1066 þátttakendur sátu. Að auki er starfsfólki gefinn kostur á að sækja námskeið sem styrkja það í lífi og starfi, svo sem markþjálfun.

Rík öryggismenning er innan fyrirtækisins og allir starfsmenn sem starfa í framlínu fá þjálfun í fyrstu hjálp. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu, en fyrirtækið lítur svo á að það sé grunnurinn að vellíðan í leik og starfi.

87%

Við erum stolt af því að vinna hjá Bláa Lóninu

Öflugt félagslíf og góð fríðindi

Bláa Lónið gerði samning við Vinnuvernd um trúnaðarlæknaþjónustu. Markmiðið er að bæta aðgengi starfsmanna að heilsufarsþjónustu og um leið að fækka veikindadögum. Boðið er upp á reglulegar heilsufarsmælingar og bólusetningar fyrir starfsfólk. Árið 2017 hóf Bláa Lónið að bjóða öllum fastráðnum starfsmönnum að stunda líkamsrækt á völdum stöðum, endurgjaldslaust.

Innan fyrirtækisins eru starfræktir ýmsir hópar sem stuðla að aukinni heilsurækt og útivist, svo sem í kringum fjallgöngur og hjólreiðar. Þessir hópar eru virkir og Bláa Lónið styður við bakið á þeim. Einnig styrkir fyrirtækið þá starfsmenn sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu ár hvert.

Bláa Lónið stendur fyrir reglulegum viðburðum og uppákomum fyrir starfsfólk, í samvinnu við starfsmannafélag fyrirtækisins. Mikið er lagt upp úr öflugu félagslífi.

Fyrirtækið tryggir starfsfólki einnig öruggar samgöngur til og frá vinnu með því að bjóða rútuferðir frá Reykjanesbæ og höfuðborgarsvæðinu.

Annað árið í röð var fastráðnum starfsmönnum og mökum þeirra boðið í helgarferð til London.

Start typing and press Enter to search